Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
banner
   fim 23. október 2025 18:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið kvöldsins: Fyrsti leikur Dyche - Fjórir Íslendingar byrja
Sverrir Ingi Ingason
Sverrir Ingi Ingason
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sean Dyche stýrir Nottingham Forest í fyrsta sinn í kvöld
Sean Dyche stýrir Nottingham Forest í fyrsta sinn í kvöld
Mynd: Nottingham Forest
Byrjunarliðin í leikjum kvöldsins í Evrópu- og Sambandsdeildinni eru komin inn.

Sean Dyche stýrir Nottingham Forest í fyrsta sinn en liðið fær Porto í heimsókn í Evrópudeildinni. Porto er búið að vinna báða leiki sína en Forest er aðeins með eitt stig.

Callum Hudson-Odoi, Igor Jesus og Dan Ndoye koma allir inn i sóknarlínuna Morato og Taiwo Awinoyi detta út og Chris Wood er ekki í hópnum vegna meiðsla.

Það eru einnig þrjár breytingar á liði Crystal Palace sem mætir AEK Larnaca í Sambandsdeildinni. Jaydee Canvot, Jefferson Lerma, og Will Hughes koma inn fyrir Chris Richards, Daichi Kamada og Adam Wharton.

Sverrir Ingi Ingason er í byrjunarliði Panathinaikos sem heimsækir Feyenoord í Evrópudeildinni. Veðrið hefur verið að stríða mönnum víðsvegar um Evrópu en það var mikil óvissa með það hvort þessi leikur gæti farið fram.

Elías Rafn Ólafsson byrjar hjá Midtjylland gegn Maccabi Tel Aviv en leikurinn fer fram í Serbíu. Daníel Tristan Guðjohnsen er í banni hjá Malmö gegn Dinamo Zagreb og Arnór Sigurðsson er meiddur. Hákon Arnar Haraldsson byrjar á bekknum hjá Lille gegn PAOK.

Gísli Gottskálk Þórðarson er í byrjunarliði Lech Poznan sem heimsækir Lincoln Red Imps í Sambandsdeildinni. Logi Tómasson er í byrjunarliði Samsunspor sem mætir Dynamo Kiyv. Guðmundur Þórarinsson er á bekknum hjá Noah sem heimsækir Craiova í Rúmeníu.

Crystal Palace: Henderson, Muñoz, Canvot, Lacroix, Guéhi, Mitchell, Lerma, Hughes, Sarr, Pino, Mateta.
Varamenn: Matthews, Benitez, Nketiah, Uche, Clyne, Kamada, Wharton, Esse, Richards, Devenny, Rodney, Cardines.


Nottingham Forest: Sels; Williams, Milenkovic, Murillo, Zinchenko; Anderson, Douglas Luiz, Gibbs-White; Hudson-Odoi, Igor Jesus, Ndoye.
Varamenn: Victor, Willows, Morato, Sangare, Kalimuendo, Dominguez, Yates, McAtee, Boly, Savona, Abbott, Blake.
Athugasemdir
banner