Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
banner
   fim 23. október 2025 12:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leikmenn úr Bestu deildunum módel fyrir íslenskt fatamerki
Natasha Anasi, Tobias Thomsen og Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir í ERA íþróttagalla.
Natasha Anasi, Tobias Thomsen og Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir í ERA íþróttagalla.
Mynd: ERA
ERA Sport opnar í dag nýja og glæsilega verslun í Holtasmára 1 í Kópavogi.

ERA Sport er íslenskt fyrirtæki sem stofnað var fyrir um tveimur árum. Sandra Sif Ottadóttir og fótboltamennirnir Axel Freyr Harðarson og Reynir Haraldsson eru eigendur fyrirtækisins.

Axel Freyr hefur spilað með fjölda liða á Íslandi en spilar í dag með Leikni Reykjavík. Reynir Haraldsson lagði skóna á hilluna eftir tímabilið en hann spilaði meðal annars með ÍR, HK og Fjölni á sínum ferli.

ERA Sport býður upp á íþróttaföt í öllum stærðum. Í nýja settinu frá ERA sem ber nafnið “Merge Collection” má finna íþróttaföt fyrir börn allt frá 6 mánaða aldri og upp úr.

Einnig býður ERA Sport upp á ræktar föt fyrir karla og konur, brúsa, hanska, buff og fleiri aukahluti.

Af fenginni reynslu eigenda ERA Sport er mikil áhersla lögð á góða gripsokka til að klæðast í takkaskóm, og öðrum skóm. Notast margir atvinnumenn og konur sem og leikmenn á Íslandi við gripsokkana frá ERA Sport, hvort sem er á æfingu eða í leikjum.

ERA Sport hefur verið að vinna með fótboltafélögum, t.a.m. vann fyrirtækið með Magna Grenivík í fyrra en þá mætti liðið í ERA í alla leiki.
Athugasemdir
banner
banner