Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
banner
   fim 23. október 2025 15:36
Elvar Geir Magnússon
Fyrsta byrjunarlið Blika undir stjórn Ólafs: Tvær breytingar
Breiðablik mætir KuPS klukkan 16:45
Damir Muminovic á æfingu Breiðabliks á Laugardalsvelli.
Damir Muminovic á æfingu Breiðabliks á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Veðbankar telja Blika sigurstranglegri gegn finnsku meisturunum í KuPS en liðin eigast við á Laugardalsvelli klukkan 16:45 í dag. Blikar vilja koma sér áfram og eygja möguleika á þremur stigum.

Leikurinn er í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net

Leikurinn er í 2. umferð Sambandsdeildarinnar en Breiðablik tapaði 3-0 á útivelli gegn Lausanne í Sviss í fyrstu umferðinni.

Ólafur Ingi Skúlason hefur opinberað sitt fyrsta byrjunarlið sem þjálfari Kópavogsliðsins.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  0 KuPS

Hann gerir tvær breytingar frá síðasta byrjunarliði Halldórs Árnasonar, liðinu sem tapaði 1-2 fyrir Víkingi um síðustu helgi.

Arnór Gauti Jónsson og Tobias Thomsen koma inn í byrjunarliðið. Anton Logi Lúðvíksson er ekki í hóp og Kristófer Ingi Kristinsson sest á bekkinn.

Byrjunarlið Breiðablik:
1. Anton Ari Einarsson (m)
6. Arnór Gauti Jónsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
15. Ágúst Orri Þorsteinsson
17. Valgeir Valgeirsson
18. Davíð Ingvarsson
19. Kristinn Jónsson
21. Viktor Örn Margeirsson
44. Damir Muminovic
77. Tobias Thomsen

Byrjunarlið KuPS:
1. Johannes Kreidl (m)
4. Paulo Ricardo
6. Saku Savolainen
8. Petteri Pennanen
9. Piotr Parzyszek
10. Doni Arifi
13. Jaakko Oksanen
15. Ibrahim Cissé
24. Bob Nii Armah
34. Otto Ruoppi
35. Paulius Golubickas
Sambandsdeildin
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner
banner
banner