Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   mán 23. nóvember 2020 14:00
Magnús Már Einarsson
Messi fær hvíld á morgun
Lionel Messi verður ekki með Barcelona gegn Dynamo Kiev í Meistaradeildinni annað kvöld.

Messi og miðjumaðurinn Frenkie de Jong fengu frí í leiknum á morgun og fara þeir ekki með Barcelona til Úkraínu.

Barcelona tapaði gegn Atletico Madrid um helgina og situr í 12. sæti í spænsku úrvalsdeildinni.

Liðið hefur unnið alla leiki sína í Meistaradeildinni og því hefur Ronald Koeman, þjálfari Barcelona, ákveðið að gefa leikmönnunum frí á morgun.

„Við erum með nokkra leikmenn sem eru meiddir og við höfum ákveðið að taka Leo og Frenkie ekki með því að við erum í nokkuð þægilegri stöðu í Meistaradeildinni með níu stig," sagði Koeman.
Athugasemdir
banner