Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 24. janúar 2023 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Frá Wolves í MLS-deildina (Staðfest)
Connor Ronan
Connor Ronan
Mynd: Getty Images
Írski miðjumaðurinn Connor Ronan er genginn til liðs við Colorado Rapids í MLS-deildinni en hann kemur frá enska úrvalsdeildarfélaginu Wolves.

Ronan er 24 ára gamall miðjumaður sem á að baki 18 leiki og eitt mark fyrir Wolves.

Hann var á láni hjá skoska félaginu St. Mirren á síðustu leiktíð og var valinn besti leikmaður liðsins eftir tímabilið.

Ronan skrifaði í gær undir fjögurra ára samning við Colorado Rapids í MLS-deildinni. Miðjumaðurinn á möguleika á að framlengja þann samning um ár til viðbótar.

Írski leikmaðurinn eyddi stórum hluta dvalarinnar hjá Wolves á láni en hann hefur spilað fyrir félög á borð við Blackpool. Portsmouth, Walsall, Grasshoppers og FC DAC 1904.


Athugasemdir
banner
banner
banner