Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 24. janúar 2023 12:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Keflavík fær danskan markvörð (Staðfest)
Mynd: KÍ Klaksvík
Keflavík tilkynnti í dag um komu nýs markvarðar til félagsins. Mathias Rosenörn heitir hann og kemur á frjálsri sölu frá færeysku meisturunum í KÍ Klaksvík.

Fjallað var um áhuga Keflavíkur á markverðinum í síðustu viku.

„Hann er fæddur 1993 og hefur leikið með Klaksvik í Færeyjum undanfarin 3 àr og unnið þar allt með þeim og var þar valinn besti markvörðurinn í deildinni. Hann lék með þeim í Evrópukeppni síðasta ár og stóð sig frábærlega," segir í tilkynningu Keflavíkur.

Sindri Kristinn Ólafsson hefur varið mark Keflavíkur undanfarin ár en í vetur samdi hann við FH.

Á síðasta tímabili fékk Mathias einungis á sig sjö mörk í 27 deildarleikjum. Hann er annar leikmaðurinn sem Keflavík fær í sínar raðir.

Komnir
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson frá Kórdrengjum
Mathias Rosenörn frá Færeyjum

Farnir
Adam Ægir Pálsson í Val (var á láni frá Víkingi)
Dani Hatakka í FH
Ingimundur Aron Guðnason hættur
Joey Gibbs í Stjörnuna
Kian Williams til Kanada
Patrik Johannesen í Breiðablik
Rúnar Þór Sigurgeirsson til Öster
Sindri Kristinn Ólafsson til FH
Adam Árni Róbertsson í Þrótt Vogum


Athugasemdir
banner
banner
banner