Heung Min Son leikmaður Tottenham var heppinn a sleppa með gult spjald þegar hann traðkaði ofan á Kenny Tete leikmanni Fulham í leik liðanna í gærkvöldi.
Þetta var mjög umdeildur dómur og þrátt fyrir að VAR hafi verið til staðar hefur verið mikið rætt og ritað um atvikið.
Tim Sherwood fyrrum stjóri Tottenham tjáði sig um atvikið.
„Hann var mjög heppinn, þetta er rautt spjald, 100%. Huglaus tækling, hann heldur að hann sé að fá spark og þá fer hann bara yfir boltann," sagði Sherwood.
Son lagði upp eina mark leiksins á Harry Kane en það kom í uppbótartíma fyrri hálfleiks.
"Not that sort of player"
— Ben (@ThatDamnHoare) January 23, 2023
"He's a nice guy"
Bloke does this on a regular basis pic.twitter.com/gbSBQE45ia
Athugasemdir