Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 24. janúar 2023 16:00
Elvar Geir Magnússon
Ten Hag: Man Utd snýst um að vinna titla
Erik ten Hag.
Erik ten Hag.
Mynd: Getty Images
Nottingham Forest tekur á móti Manchester United á morgun í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Carabao deildabikarsins. Erik ten Hag, stjóri Manchester United, ræddi við fréttamenn í dag og segir að liðið sé búið að segja skilið við tapleikinn gegn Arsenal á sunnudag.

„Við þurfum að snúa okkur snöggt að næsta verkefni. Það er stór leikur á dagskrá á morgun," sagði Ten Hag sem greindi frá því að staðan á leikmannahópnum væri óbreytt.

Manchester United gæti unnið sinn fyrsta bikar síðan 2017.

„Um það snýst þetta hjá þessu félagi, vinna titla. Við erum komnir með gott tækifæri en þurfum að taka einn leik í einu. Við spilum tvo leiki við Forest en einblínum núna á fyrri leikinn. Það er skemmtilegt andrúmsloft á þeirra heimavelli og það mótiverar leikmenn."

„Besta tilfinning sem hægt er að finna er að vinna bikar. Ég var það heppinn á mínum ferli að vinna nokkar bikara. Það er frábært, ekki síður fyrir stuðningsmenn. Það er nokkuð síðan félagið vann titil og við munum gera það sem við getum til að breyta því."
Enski boltinn - Landsbyggðin talar um hugarfarsskrímsli
Athugasemdir
banner
banner