Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 24. febrúar 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Edu skammaði Guendouzi fyrir að fara úr að ofan
Mynd: Getty Images
Matteo Guendouzi, miðjumaður Arsenal, var mættur aftur í leikmannahóp liðsins gegn Everton í gær eftir að hafa verið utan hóps gegn Newcastle í síðustu viku. Guendouzi reifst við Mikel Arteta, stjóra Arsenal, á æfingu í æfingaferð liðsins í Dubai fyrr í mánuðinum.

David Ornstein hjá The Athletic segir frá því í dag að Guendouzi hafi einnig verið skammaður af Edu, yfirmanni knattspyrnumála hjá Arsenal í ferðinni.

Leikmenn Arsenal fóru á tónleika í Dubai og Guendouzi reif sig úr að ofan og veifaði bolnum sínum til að lýsa yfir ánægju sinni með tónlistina.

Þetta fór ekki vel í Edu sem skammaði Guendouzi og sagði þetta ekki vera viðeigandi hegðun fyrir leikmann Arsenal.

Hinn tvítugi Guendouzi ku hafa bætt ráð sitt undanfarna daga en menn hjá félaginu vonast ennþá til að hann geti orðið öflugur leikmaður fyrir félagið í framtíðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner