Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 24. febrúar 2020 21:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Liverpool með endurkomusigur á West Ham
Boltinn í netinu.
Boltinn í netinu.
Mynd: Getty Images
Fabianski átti slakan leik. Markvarðarstaðan hefur ekki gefið West Ham mikið á þessu tímabili.
Fabianski átti slakan leik. Markvarðarstaðan hefur ekki gefið West Ham mikið á þessu tímabili.
Mynd: Getty Images
Liverpool 3 - 2 West Ham
1-0 Georginio Wijnaldum ('9 )
1-1 Issa Diop ('12 )
1-2 Pablo Fornals ('54 )
2-2 Mohamed Salah ('68 )
3-2 Sadio Mane ('81 )

Liverpool er enn taplaust á toppi ensku úrvalsdeildarinar. Lærisveinar Jurgen Klopp náðu í sinn 26. deildarsigur á þessu tímabili gegn West Ham í kvöld.

Það var hægara sagt en gert fyrir Liverpool að ná í sigurinn, en það tókst á endanum.

Leikurinn byrjaði mjög skemmtilega. Georginio Wijnaldum skoraði eftir sendingu Trent Alexander-Arnold. West Ham, sem er í fallsæti, tókst hins vegar að jafna þremur mínútum síðar er varnarmaðurinn Issa Diop skoraði eftir hornspyrnu.

Gestirnir frá London gáfu mikið í þennan leik og þeir komust yfir eftir tæpar tíu mínútur í seinni hálfleik þegar varamaðurinn Pablo Fornals skoraði eftir sendingu Declan Rice. West Ham komið yfir, en það var nægur tími eftir fyrir heimamenn að koma til baka, og það gerðu þeir.

Liverpool jafnaði metin á 68. mínútu er Mohamed Salah skoraði eftir slæm mistök Lukasz Fabianski í marki West Ham. Pólverjinn er yfirleitt mjög traustur, en það er ekki hægt að segja um hann út frá leiknum í kvöld.

Markvarðarstaðan hefur verið mikill hausverkur fyrir West Ham á tímabilinu, en vegna meiðsla Fabianski var Roberto í markinu. Sá markvörður er ekki lengur í herbúðum West Ham enda var hann alveg ömurlegur.

Liverpool hafði ekki alveg sagt sitt síðasta. Á 81. mínútu skoraði Sadio Mane það sem reyndist vera sigurmarkið. Joe Gomez reyndi skot sem barst til Alexander-Arnold, hann sendi boltann fyrir á Mane sem skoraði.

Mane skoraði aftur, en það mark var dæmt af vegna rangstöðu. Lokatölur 3-2 fyrir Liverpool sem er aftur komið með 22 stiga forskot á toppi deildarinnar. Liverpool er taplaust og hefur unnið 26 leiki af 27; aðeins tímaspursmál er hvenær Liverpool verður meistari í fyrsta sinn í 30 ár.

Lærisveinar David Moyes í West Ham eru áfram í fallsæti, einu stigi frá öruggu sæti.

Athugasemdir
banner
banner