Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 24. febrúar 2020 21:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Union Berlín með góðan sigur í Frankfurt
Góður sigur hjá Union Berlín.
Góður sigur hjá Union Berlín.
Mynd: Getty Images
Eintracht Frankfurt 1 - 2 Union Berlin
0-1 Sebastian Andersson ('49 )
0-2 Obite Evan Ndicka ('67 , sjálfsmark)
1-2 Florian Hubner ('79, sjálfsmark)

Union Berlín hafði betur gegn Eintracht Frankfurt í eina leik kvöldsins í þýsku úrvalsdeildinni.

Ekkert var skorað í fyrri hálfleik, en í byrjun seinni hálfleiks náðu gestirnir frá höfuðborginni forystunni þegar Sebastian Andersson skoraði. Union Berlín komst svo í 2-0 á 67. mínútu þegar Obite Evan Ndicka skoraði sjálfsmark.

Frankfurt minnkaði muninn með öðru sjálfsmarki leiksins þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Í þetta skiptið var það Florian Hubner sem skoraði sjálfsmark. Sem betur fyrir hann náði Frankfurt ekki að skora aftur, og lokatölur 2-1.

Union Berlín fer upp fyrir Frankfurt með þessum sigri í 11. sæti deildarinnar, Frankfurt er í tólfta sæti.

Áhorfendur á vellinum í kvöld mótmæltu því að hafa leik á mánudagskvöldi. Mánudagsleikir eru spilaðir í Þýskalandi til að auka sjónvarpstekjur, en þeir eru óvinsælir hjá áhorfendum sem þurfa að mæta til vinnu daginn eftir.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner