Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 24. febrúar 2024 12:54
Aksentije Milisic
Lengjubikarinn: Adam Ægir kom inn á og tryggði sigurinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur 2-1 Fram
0-1 Jannik Holmsgaard ('62)
1-1 Patrick Pedersen ('82)
2-1 Adam Ægir Pálsson ('87)


Valur og Fram áttust við á Hlíðarenda rétt í þessu í A deild karla í Lengjubikarnum.

Staðan var markalaus í hálfleik en á 54. mínútu kom Guðmundur Magnússon boltanum í netið eftir flotta sókn hjá Fram. Markið var hins vegar dæmt af fyrir hendi virtist vera en Frammarar voru mjög ósáttir við þennan dóm.

Það stoppaði ekki gestina í að komast yfir en Jannick Holmsgaard skoraði gott mark á 62. mínútu eftir skyndisókn hjá gestunum. Rétt á undan þessu hafði Aron Jóhannsson klúðrað dauðafæri fyrir Val eftir slæm mistök í vörn Fram.

Valur var í vandræðum með að skapa sér færi lengst af en það kom í restina. Markavélin Patrick Pedersen jafnaði metin með marki af stuttu færi eftir góða fyrirgjöf frá Birki Má Sævarssyni.

Það var síðan varamaðurinn Adam Ægir Pálsson sem kláraði leikinn fyrir Valsmenn með frábæru marki. Hann þrumaði þá knettinum í nærhornið með skoti utan teigs og tryggði stigin þrjú.

Valur er með níu stig eftir fjóra leiki í efsta sæti riðilsins en Fram er í þriðja sæti með þrjú stig eftir þrjá leiki.


Lengjubikar karla - A-deild, riðill 2
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 5 4 0 1 19 - 7 +12 12
2.    ÍR 5 3 0 2 12 - 14 -2 9
3.    Þróttur R. 5 2 1 2 7 - 9 -2 7
4.    Fylkir 5 2 0 3 9 - 8 +1 6
5.    Fram 5 1 2 2 8 - 9 -1 5
6.    ÍBV 5 1 1 3 9 - 17 -8 4
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner