Það heppnast ekki öll viðtöl sem fjölmiðlamenn reyna að taka og skýrt dæmi þess kom í ljós í dag þegar Fótbolti.net reyndi að taka sjónvarpsviðtal við Ólaf Karl Finsen sem var að koma á láni til Stjörnunnar frá AZ Alkmaar í Hollandi.
Ólafur Karl er ungur að árum, fæddur árið 1992, og lítið reyndur í að gefa fjölmiðlum viðtöl og það kom bersýnilega í ljós þegar Fótbolti.net reyndi að ræða við hann á fréttamannafundi Stjörnunnar í dag með litlum árangri.
Viðtalið við Ólaf Karl má sjá hér að ofan en taka verður fram að það er birt á þennan hátt með fullu samþykki Ólafs sjálfs sem er betri í að svara fyrir sig á fótboltavellinum en fyrir framan hljóðnema og mun eflaust vekja athygli í sumar.























