Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 24. mars 2020 14:30
Elvar Geir Magnússon
Sheringham var nálægt því að fara til Liverpool
Teddy Sheringham.
Teddy Sheringham.
Mynd: Getty Images
Manchester United goðsögnin Teddy Sheringham var nálægt því að ganga í raðir Liverpool áður en hann skrifaði undir á Old Trafford.

Sheringham er 11. markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi en 1997 fór hann til United fyrir 3,5 milljónir punda og vann sjö titla hjá félaginu.

Þar á meðal þrennuna frægu 1999 þar sem hann skoraði jöfnunarmarkið og lagði upp sigurmarkið í ótrúlegum sigri United gegn Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

The Athletic segir að Sheringham hafi verið búinn að gera munnlegt samkomulag við Liverpool áður en United kom til sögunnar.

Roy Evans var stjóri Liverpool á þessum tíma og var mikill aðdáandi Sheringham. Sagt er að stjórn félagsins hafi þó ekki viljað heimila kaup þar sem Sheringham var 31 árs á þessum tíma og taldist of gamall.

Sheringham sýndi að stjórnarmennirnir höfðu rangt fyrir sér en hann skoraði 46 mörk í 153 leikjum fyrir United. Hann lék svo tvö tímabil með Tottenham án þess að leika fyrir Portsmouth, West Ham og Colchester áður en skórnir fóru á hilluna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner