Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   mið 24. apríl 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
De Gea vitnaði í Terminator - Sagður á leið til Betis
Mynd: Getty Images
Spænski markvörðurinn David De Gea mun snúa aftur í fótboltann á næsta tímabili en talið er að hann sé að ganga frá samningum við Real Betis í heimalandinu.

De Gea hefur verið án félags allt tímabilið en samningur hans við Manchester United rann út síðasta sumar.

Hann var orðaður við félög í Sádi-Arabíu, Englandi, Spáni og Þýskalandi, en hefur ekki enn fundið rétta félagið.

Launakröfur hans hafa verið sagðar of háar og virðist hann sjálfur ekkert vera að flýta sér í þessum málum en Estadio Deportivo heldur því fram að nú, eftir tæpt ár, sé hann að semja við Real Betis.

De Gea, sem er 33 ára gamall, mun væntanlega hefja næstu leiktíð með Betis, en hann gaf líka sterka vísbendingu um endurkomu sína á samfélagsmiðlum með því að birta mynd af sér á æfingu með þekkta frasann hans Arnold Schwarzenegger úr myndinni Terminator „I'll be back“ eða „Ég kem aftur“.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner