Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   mið 24. apríl 2024 08:14
Elvar Geir Magnússon
Fékk góð ráð frá Sir Alex og símtal frá Elton John
Tom Cleverley.
Tom Cleverley.
Mynd: Getty Images
Elton John er heiðurforseti Watford.
Elton John er heiðurforseti Watford.
Mynd: Getty Images
Tom Cleverley segist hafa meiri metnað í þjálfun en hann hafði sem leikmaður. Þessi fyrrum leikmaður Manchester United, Watford og enska landsliðsins hefur stýrt Watford í síðustu sjö leikjum sem bráðabirgðastjóri.

Það hafa verið ör þjálfaraskipti hjá Watford síðustu ár. Cleverley er aðeins 34 ára og lagði skóna á hilluna í fyrra. Hann tók þá við U18 liði Watford en gerir nú sterkt tilkall til að vera ráðinn til frambúðar hjá aðalliðinu.

„Mér finnst ég eiga ókláruð verk frá leikmannaferlinum sem virka sem drifkraftur fyrir mig í þjálfuninni. Ég afrekaði ekkert í Meistaradeildinni með Manchester United, illinn sem við töpuðum til City, ég kom til Watford þegar liðið var í úrvalsdeildinni en hætti í Championship," segir Cleverley í viðtali við BBC.

„Mig skorti líklega metnað sem leikmaður en sem þjálfari hef ég gríðarlega mikinn metnað."

Goðsögnin Sir Alex Ferguson, hans fyrrum stjóri hjá Manchester United, hafði samband þegar hann fór út í þjálfun í fyrra.

„Hann gaf mér nokkur frábær ráð varðandi þjálfunina innan vallar en það helsta sem ég tek frá honum er hvernig hann höndlaði leikmenn. Fótbolti snýst ekki bara um ellefu leikmenn, liðið þarf að virka sem heild og í því var hann snillingur," segir Cleverley.

Á dögunum hafði önnur goðsögn samband við hann, tónlistarmaðurinn Elton John sem er mikill stuðningsmaður Watford og heiðursforseti félagsins.

„Elton er frábær. Hann sagði mér hvað hann væri ánægður með að það væri Watford maður við stjórnvölinn. Hann veit hvað ég ber mikla ástríðu til félagsins."

Watford er í 15. sæti Championship-deildarinnar og Cleverley bíður eftir því hvort hann fái tilboð um að halda áfram sem stjóri liðsins til frambúðar.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leicester 46 31 4 11 89 41 +48 97
2 Ipswich Town 46 28 12 6 92 57 +35 96
3 Leeds 46 27 9 10 81 43 +38 90
4 Southampton 46 26 9 11 87 63 +24 87
5 West Brom 46 21 12 13 70 47 +23 75
6 Norwich 46 21 10 15 79 64 +15 73
7 Hull City 46 19 13 14 68 60 +8 70
8 Middlesbrough 46 20 9 17 71 62 +9 69
9 Coventry 46 17 13 16 70 59 +11 64
10 Preston NE 46 18 9 19 56 67 -11 63
11 Bristol City 46 17 11 18 53 51 +2 62
12 Cardiff City 46 19 5 22 53 70 -17 62
13 Millwall 46 16 11 19 45 55 -10 59
14 Swansea 46 15 12 19 59 65 -6 57
15 Watford 46 13 17 16 61 61 0 56
16 Sunderland 46 16 8 22 52 54 -2 56
17 Stoke City 46 15 11 20 49 60 -11 56
18 QPR 46 15 11 20 47 58 -11 56
19 Blackburn 46 14 11 21 60 74 -14 53
20 Sheff Wed 46 15 8 23 44 68 -24 53
21 Plymouth 46 13 12 21 59 70 -11 51
22 Birmingham 46 13 11 22 50 65 -15 50
23 Huddersfield 46 9 18 19 48 77 -29 45
24 Rotherham 46 5 12 29 37 89 -52 27
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner