Rodrygo íhugar að fara frá Real Madrid - Man Utd og Juventus á eftir Ederson - Kane ætlar að vera áfram hjá Bayern
   fim 24. apríl 2025 15:49
Brynjar Ingi Erluson
Þjálfari Dallas Mavericks orðinn einn eigenda Everton
Jason Kidd
Jason Kidd
Mynd: EPA
Fyrrum NBA-leikmaðurinn Jason Kidd er orðinn einn af eigendum enska úrvalsdeildarfélagsins Everton en þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu félagsins í dag.

Kidd er 52 ára gamall Bandaríkjamaður sem er talinn einn af bestu körfuboltamönnum sinnar kynslóðar.

Hann var tíu sinnum í stjörnuliði ársins í NBA-deildinni og vann deildina einu sinni með Dallas Mavericks ásamt því að hreppa tvö Ólympíugull með bandaríska landsliðinu.

Friedkin-hópurinn keypti Everton undir lok síðasta árs og hafa fleiri fjárfestar bæst við hópinn.

Bandaríski milljarðarmæringurinn Christopher Sarofim bættist við hópinn í gær og er Kidd nú búinn að eignast hlut í félaginu.

„Það er heiður að koma inn í eigendahóp Everton á svona mikilvægum tímapunkti, þar sem nýr leikvangur er handan við hornið og framtíðin björt. Þetta er frábært augnablik til koma inn í þetta,“ sagði Kidd við heimasíðu Everton.

Kidd er í dag þjálfari Dallas Mavericks í NBA-deildinni en áður stýrði hann Brooklyn Nets og Milwaukee Bucks ásamt því að hafa verið aðstoðarþjálfari Los Angeles Lakers í tvö ár.


Athugasemdir
banner
banner
banner