Rodrygo íhugar að fara frá Real Madrid - Man Utd og Juventus á eftir Ederson - Kane ætlar að vera áfram hjá Bayern
   fim 24. apríl 2025 15:00
Brynjar Ingi Erluson
Van Nistelrooy lært margt af Vardy - „Hefur verið hérna í gegnum súrt og sætt“
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: Twitter
Ruud van Nistelrooy, stjóri Leicester, fer fögrum orðum um enska framherjann Jamie Vardy og segist hafa lært mikið af honum síðustu mánuði.

Vardy tilkynnti í dag að þetta yrði hans síðasta tímabil í treyju Leicester.

Framherjinn hefur átt stórkostlegan feril með Leicester og skorað 198 mörk í öllum keppnum.

Það vill svo skemmtilega til að hann bætti einmitt met Van Nistelrooy í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2015-2016 er hann skoraði í ellefu úrvalsdeildarleikjum í röð.

Van Nistelrooy ræddi aðeins um Vardy við blaðamenn og lofsamaði Englendinginn fyrir hans framlag til félagsins.

„Ég hef átt svo mörg samtöl bæði í gegnum og fyrir utan fótboltann, en samtalið sem ég átti við Vardy í gær var einstakt. Hann kom til mín á skrifstofuna og tjáði mér ákvörðun sína. Eftir það töluðum við saman í 45 mínútur um marga hluti. Þetta var frábært spjall, maður á mann, frá fyrrum framherja og stjóra við leikmann.“

„Það var áhrifamikið eins og ferill hans. Ást hans á félaginu er svo bersýnileg í gegnum hvert einasta orð sem hann segir.“

„Það er samt miklu meira í þessu. Við töluðum líka um Fleetwood Town, félaginu sem hann kom frá og tíma hans hjá Halifax Town. Hann var í utandeildinni og fór síðan til Leicester. Þeir fóru úr C-deildinni og upp í B-deildina og þá kom hann inn.“

„Hann fyrir stuðningi frá stuðningsmönnum Leicester frá fyrsta degi og það sem stendur upp úr á þessum þrettán árum sem hann spilaði hér er hollusta hans í garð félagsins og þrá hans að gera allt sem hann getur til að vera besta útgáfan af sjálfum sér og standa sig.“

„Hann var hér í gegnum súrt og sætt og var alltaf með þennan týpíska Jamie Vardy leikstíl; grimmur, fljótur og leiðandi leikmaður. Það er auðvelt að komast í uppáhald hjá stuðningsmönnum ef einhver spilar svona og skorar mörk,“
sagði Van Nistelrooy.

Stjóranum hefur verið ánægður með tímann með Vardy og segist alltaf hafa fundið fyrir stuðningi frá honum.

„Ég hef lært margt af Vardy og einnig fengið að kynnast honum sem persónu. Ég átti samtöl við hann um félagið, lífið og tilveruna og hvað þarf að gera. Það var alltaf gott að hafa hann í mínu horni, sjá hans áhrif á liðið og fá alla til að róa í sömu átt þegar við vorum að ganga í gegnum þessa erfiðu tíma.“

„Hann er líka markahæsti leikmaðurinn okkar. Það er annað sem hann gerði fyrir okkur,“
sagði Hollendingurinn enn fremur.

Van Nistelrooy talaði þá um að Vardy sé nú að skoða næstu skref en leikmaðurinn hefur sjálfur sagt að hann sé ekki hættur í fótbolta.

Stjórinn sagði einnig að Vardy verður kvaddur sem goðsögn og er félagið nú farið að undirbúa sérstaka hátíð í kringum síðasta heimaleikinn sem er spilaður um miðjan maí.
Athugasemdir
banner