Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 24. maí 2019 19:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Messi: Það sem gerðist í Liverpool situr í mér
Messi á Anfield.
Messi á Anfield.
Mynd: Getty Images
Liverpool vann dramatískan 4-0 sigur á Barcelona í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar nú í vor. Barcelona vann 3-0 á heimavelli og héldu langflestir að Barcelona væri á leið í úrslitaleikinn.

Liverpool kom til baka og vann frábæran 4-0 sigur og mætir Tottenham í úrslitaleiknum þann 1. júní í Madrid.

Barcelona mætir á morgun Valencia í úrslitaleik spænska Konungsbikarsins. Lionel Messi, fyrirliði Barcelona, var fyrir leikinn á morgun spurður út í evrópska gullskóinn sem hann keppir um við Kylian Mbappe, framherja PSG.

„Í hreinskilni sagt þá er ég ekki að hugsa um gullskóinn," sagði Messi.

„Það sem gerðist í Liverpool er í huga mér. Það var mikill skellur og persónuleg verðlaun komast ekki í huga minn. Ég er einungis einbeittur á að vinna leikinn á morgun."

„Þetta var mikið högg sem við fengum. Allir í liðinu fundu fyrir því. Nú fáum við hins vegar tækifæri til þess að vinna tvennuna og enda tímabilið á jákvæðan hátt."
Athugasemdir
banner
banner