Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 24. maí 2019 20:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mourinho: Klopp ætti erfitt með að kyngja tapi í úrslitaleiknum
„Úrslitaleikir eru ekki til þess að taka þátt í, úrslitaleikir eru til þess að vinna."
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Eftir átta daga, þann 1. júní, fer fram úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni. Þar mætast ensku liðin Liverpool og Tottenham á Wanda Metropolitano leikvangingum í Madrid, heimavelli Atletico Madrid.

Jose Mourinho, fyrrverandi stjóri Manchester United, Real Madrid, Inter Milan, Chelsea og Porto, hefur unnið Meistaradeildina tvisvar. Hann var á spjalli við Sky Sports í dag spurður út í úrslitaleikinn sem er framundan.

Þar ræddi Mourinho meðal annars um það að Klopp væri að fara í sinn þriðja úrslitaleik í Meistaradeildinni. Liverpool tapaði fyrir Real Madrid í fyrra og fimm árum áður tapaði Klopp gegn Bayern Munchen sem stjóri Dortmund í úrslitaleiknum.

Klopp hefur tapað í sex af sjö úrslitaleikjum sem hann hefur tekið þátt í sem stjóri.

„Ef Jurgen vinnur þá er það stórkostlegt afrek fyrir hann," sagði Mourinho.

„En ef hann nær ekki að vinna... að tapa þremur úrslitaleikjum í Meistaradeildinni... úff... það myndi svíða mjög, mjög mikið."

„Klopp er jákvæður stjóri og hugsar líklegast eingöngu um að vinna leikinn."

„Þú þarft sem þjálfari að skilja hvað það þýðir fyrir stjóra að stýra liði sínu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Það eru alltaf neikvæðar hliðar. Annað liðið mun tapa og annar stjórinn þar af leiðandi líka."

Klopp er titlalaus frá því hann kom til Liverpool fyrir fjórum árum síðan. Leikurinn þann 1. júni er einnig tækifæri fyrir Mauricio Pochettino og Tottenham að ná loksins í bikar.

Mourinho hafði einnig eitthvað að segja um Tottenham við Sky.

„Spurs er ekki mikið í því að vinna titla. Að vinna þennan titil væri frábært og gæti fært félaginu frekari velgengni heima fyrir. Meistaradeildin er stærsti titillinn sem í boði er," sagði Mourinho.

„Úrslitaleikir eru ekki til þess að taka þátt í, úrslitaleikir eru til þess að vinna."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner