Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 24. maí 2020 10:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ari æfir með HK - „Kemur í ljós á næstu dögum hvað gerist"
Mynd: Ari Sigurpálsson
Ari Sigurpálsson var síðasta haust lánaður frá HK til ítalska félagsins Bologna. Í lánssamningnum var ákvæði um að Bologna gæti keypt Ara.

Ari var í viðtali við Fótbolta.net í mars og þá hafði hann þetta að segja um framhaldið: „Það kemur í ljós bráðum hvar ég spila á næsta tímabili. Það gæti orðið annað tímabil með Bologna. Það gæti einnig verið að ég spili heima í HK í sumar, kannski jafnvel á láni. Ég þarf að taka ákvörðun og auðvitað Bologna líka."

Fótbolti.net hafði samband við Ara í gær og spurði hann út í stöðu mála. Verður Ari með HK í sumar?

„Ég get voða lítið sagt því miður. Þetta er í allt ennþá í vinnslu og það kemur í ljós á næstu dögum hvað gerist. Ég er búinn að vera æfa með HK á síðustu vikum og mun vonandi taka þátt í æfingaleikjum með þeim á næstunni," sagði Ari.

Sjá einnig:
„Reyndi að gera allt til þess að spila í Pepsi Max"
Hin hliðin - Ari Sigurpálsson (HK/Bologna)


Athugasemdir
banner
banner