Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 24. maí 2020 14:00
Ívan Guðjón Baldursson
Zidane sagður hafa brotið reglur um sóttkví
Mynd: Getty Images
Spænski miðillinn SPORT greinir frá því að Zinedine Zidane hafi gerst sekur um að brjóta reglur um sóttkví um helgina.

Samkomubann gildir enn í Madríd, sem lenti afar illa í kórónuveirunni, og verður því ekki aflétt fyrr en á miðnætti í kvöld.

Zidane er sagður hafa ferðast til smábæjar rétt fyrir utan Madríd þar sem hann á annað heimili. Íbúar í Madríd og nágrenni mega ekki fara á milli sveitarfélaga nema af brýnni nauðsyn.

Zidane starfar sem þjálfari Real Madrid og yrði ekki sá fyrsti innan félagsins til að brjóta reglur um sóttkví. Luka Jovic fór til Serbíu í mars og lenti illa í því á meðan Gareth Bale fór að spila golf.

Ef upp kemst um þetta athæfi Zidane þarf hann að borga sekt til yfirvalda auk þess að geta búist við refsingu frá Real Madrid.

Spænska fótboltatímabilið á að fara aftur af stað í júní.
Athugasemdir
banner
banner