þri 24. maí 2022 12:56
Elvar Geir Magnússon
BBC biðst afsökunar - „Man Utd er drasl"
Mynd: BBC
Fréttastöð BBC hefur beðist afsökunar á því að á skjánum birtist textinn 'Manchester United are rubbish' eða 'Manchester United er drasl' á borðanum þar sem fyrirsagnir helstu frétta rúlla.

Í útskýringu frá BBC er sagt að starfsmaður í þjálfun hafi verið að prófa kerfið og átt að skrifa eitthvað af handahófi, þessi skilaboð hafi ekki átt að birtast.

Fréttaþulur stöðvarinnar baðst svo afsökunar í beinni útsendingu.

Manchester United átti ákaflega erfitt tímabil en liðið endaði í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Erik ten Hag hefur verk að vinna.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner