Diaz, Salah, Gallagher, Jorginho, Greenwood, Cancelo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 24. maí 2023 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vinsæll áhrifavaldur lætur Mudryk heyra það
Mykhailo Mudryk.
Mykhailo Mudryk.
Mynd: Getty Images
Mykhailo Mudryk, leikmaður Chelsea, hefur verið gagnrýndur harðlega af áhrifavaldinum og líkamsræktarfrömuðinum Joey Swoll fyrir að birta myndband af eldri manni að stunda líkamsrækt.

Mudryk birti myndband á Instagram af eldri manni sem var að stunda líkamsrækt.

Maðurinn var í róðravél og buxurnar kannski ekki alveg á þeim stað þar sem þær eiga að vera í öllum átökunum.

Mudryk var í ræktinni á sama tíma og tók eftir þessu. Hann ákvað að taka myndband af manninum í viðkvæmri stöðu og birta það á samfélagsmiðlum; í staðinn fyrir að hjálpa manninum, þá gerði hann grín að honum.

Swoll, sem er með 2,4 milljónir fylgjenda á Instagram, var ekki sáttur með þetta athæfi Mudryk og lét hann heyra það. „Hann er í vandræðalegri stöðu og þú tekur myndband af honum til að gera grín af honum. Í alvöru? Hvað er að þér?"

Mudryk, sem er 22 ára gamall, gekk í raðir Chelsea í janúar síðastliðnum fyrir 100 milljónir evra. Hann hefur átt erfitt uppdráttar fyrstu mánuði sína á Englandi en hann er ekki búinn að skora eitt mark í 16 leikjum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner