Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   fös 24. maí 2024 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Fotbolldirekt.se 
Tilbúin að greiða háa fjárhæð fyrir Ahmad Faqa
Ahmad Faqa í leik með HK
Ahmad Faqa í leik með HK
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Ahmad Faqa leikmaður AIK í Svíþjóð er gríðarlega eftirsóttur af liðum í Miðausturlaundum sem eru tilbúin að borga háa fjárhæð til að fá hann til sín.


Faqa er 21 árs gamall varnarmaður sem lék með HK á láni frá AIK síðasta sumar og lék 22 leiki og skoraði tvö mörk.

Sænskir fjölmiðlar greina frá því að hann sé gríðarlega eftirsóttur og félög í Miðausturlöndum séu tilbúin að borga í kringum þrjár milljónir evra fyrir leikmanninn.

Það var mikil ánægja í HK með Faqa og var skoðað að fá hann aftur fyrir tímabilið í ár. Hann hefur hins vegar fengið mínútur hjá AIK og gæti farið fyrir ansi góðan pening.


Athugasemdir
banner
banner
banner