Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   fös 24. maí 2024 12:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Væri geggjað fyrir deildina og frábært fyrir Blika"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í vikunni var greint frá því að Sara Björk Gunnarsdóttir yrði ekki áfram hjá Juventus eftir tímabilið, samningur hennar við félagið er að renna út.

Hún hefur verið orðuð við heimkomu og ef svo gerist er líklegt að toppliðin tvö, sem mætast í Bestu deildinni í kvöld, Valur og Breiðablik, reyni að fá Söru í sínar raðir. Hún er uppalin í Haukum og lék með Breiðabliki áður en hún hélt út í atvinnumennsku.

Unnusti hennar er Árni Vilhjálmsson, hann er þrítugur framherji sem er leikmaður ítalska C-deildar liðsins Novara. Hann er uppalinn Bliki og hefur einu sinni áður komið heim úr atvinnumennsku til að spila með Blikum. Það gerði hann tímabilið 2021.

Þeim möguleika var velt upp í Innkastinu hvort að Sara væri á leið heim og þá Árni sömuleiðis.

„Það væri geggjað fyrir deildina og frábært fyrir Blika. Benjamin Stokke er ekki búinn að gera fyrir mig í sumar. Mér fannst ekki góður gegn Stjörnunni og ég væri alveg til í að sjá enn eitt stóra nafnið koma í deildina," sagði Valur Gunnarsson.

Stokke er 33 ára Norðmaður sem Blikar fengu í sínar raðir í vetur. Hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp eitt í sjö deildarleikjum.
Innkastið - Aftur verður FH fyrir barðinu á dómaramistökum
Athugasemdir
banner
banner
banner