Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   lau 24. maí 2025 19:33
Stefán Marteinn Ólafsson
Láki: Okkar slakasti leikur í sumar
Þorlákur Árnason þjálfari ÍBV
Þorlákur Árnason þjálfari ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

ÍBV heimsótti Val á N1 vellinum Hlíðarenda í dag þegar áttunda umferð Bestu deild karla hélt áfram göngu sinni. 

Valsmenn komust yfir þegar tæpur hálftími var liðinn og eftir það varð þetta aldrei spurning.


Lestu um leikinn: Valur 3 -  0 ÍBV

„Vonbrigði með frammistöðu okkar. Þetta var okkar slakasti leikur í sumar" sagði Þorlákur Árnason þjálfari ÍBV svekktur eftir tapið í dag.

„Þessi leikur tapaðist í fyrri hálfleik. Mjög slakur varnarleikur í þessum þremur mörkum sem að við fáum á okkur. Valsmenn fá kannski ekki mikið af færum en við vorum bara flatir og slakir í dag" 

ÍBV fékk tvö mörk á sig með mínútu millibili sem virtist drepa trú þeirra á að fá eitthvað úr þessum leik.

„Það getur verið. Þetta voru svo ódýr mörk. Ég á eftir að sjá markið úr hornspyrnunni, mínir menn voru að tala um að það hafi verið brot en ég sé það sjálfur ekki. Mig langar að sjá það en mér fannst við bara ekki eiga skilið neitt úr þessum leik" 

Eyjamenn hafa misst sterka pósta í meiðsli og verða nú að sanna að þeir geti spjarað sig án þeirra.

„Það gleymist að við vorum án Vicente [Valor] og Alex Frey í bikarleiknum á móti KR sem að við unnum. Leikmenn geta ekki skýlt sér á bakvið það. Við vorum ellefu á móti ellefu og þetta er auðvitað bara sögulínan sem er núna, allir að tala um það að við getum ekki spjarað okkur án Omars og Olivers. Við sem þjálfarar og leikmenn verðum bara að sanna það, auðvitað er hugur minn hjá þessum leikmönnum en við verðum að fara snúa þessu við sem fyrst sjálfir" 

Nánar er rætt við Þorlák Árnason í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 12 6 4 47 - 27 +20 42
2.    Valur 22 12 4 6 53 - 35 +18 40
3.    Stjarnan 22 12 4 6 43 - 35 +8 40
4.    Breiðablik 22 9 7 6 37 - 35 +2 34
5.    FH 22 8 6 8 41 - 35 +6 30
6.    Fram 22 8 5 9 32 - 31 +1 29
7.    ÍBV 22 8 5 9 24 - 28 -4 29
8.    KA 22 8 5 9 29 - 39 -10 29
9.    Vestri 22 8 3 11 23 - 28 -5 27
10.    KR 22 6 6 10 42 - 51 -9 24
11.    ÍA 22 7 1 14 26 - 43 -17 22
12.    Afturelding 22 5 6 11 29 - 39 -10 21
Athugasemdir
banner
banner