Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
Ekki sáttur með byrjunina á tímabilinu - „Köstum þessu frá okkur“
Skoraði sitt fyrsta mark í Bestu - „Ekkert eðlilega gott"
Endurstilltu sig í hálfleik - „Ekki við hæfi barna“
Sölvi dásamar Stíg Diljan: Hann er með allan pakkann
Jón Þór ósáttur við dómarana - „Menn eru full litlir í sér"
Haddi: Ég hef fengið frábær svör
Magnús Már: Hallgrímur Mar drepur þetta
Hallgrímur Mar: Þetta er á réttri leið
Túfa: Aðalmarkmiðið var að halda markinu hreinu
Láki: Okkar slakasti leikur í sumar
Alli Jói: Hann gefur okkur ekki eðlilega mikið
Elfar Árni: Skemmtilegra að vinna á dramatískan hátt
Jóhannes Karl: Er orðinn svo þreyttur á þessari spurningu
Jóhann Kristinn: Eigum 'Hell week' framundan
Guðni Eiríks: Maður vill að FH liðið standi fyrir eitthvað
Óskar Hrafn: Við stjórnum leiknum frá upphafi til enda
Gunnar Heiðar: Ekki margir í þessari deild sem geta gert þetta
Hemmi: Skiptir mestu máli hvað þú gerir inni í vítateigunum
Rúnar: Fékk aldrei önnur skilaboð en að þurfa að vinna deildina þegar ég var í KR
Skoraði gegn uppeldisfélaginu - „Frekar valið þetta mark heldur en þrjú önnur"
   lau 24. maí 2025 19:33
Stefán Marteinn Ólafsson
Láki: Okkar slakasti leikur í sumar
Þorlákur Árnason þjálfari ÍBV
Þorlákur Árnason þjálfari ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

ÍBV heimsótti Val á N1 vellinum Hlíðarenda í dag þegar áttunda umferð Bestu deild karla hélt áfram göngu sinni. 

Valsmenn komust yfir þegar tæpur hálftími var liðinn og eftir það varð þetta aldrei spurning.


Lestu um leikinn: Valur 3 -  0 ÍBV

„Vonbrigði með frammistöðu okkar. Þetta var okkar slakasti leikur í sumar" sagði Þorlákur Árnason þjálfari ÍBV svekktur eftir tapið í dag.

„Þessi leikur tapaðist í fyrri hálfleik. Mjög slakur varnarleikur í þessum þremur mörkum sem að við fáum á okkur. Valsmenn fá kannski ekki mikið af færum en við vorum bara flatir og slakir í dag" 

ÍBV fékk tvö mörk á sig með mínútu millibili sem virtist drepa trú þeirra á að fá eitthvað úr þessum leik.

„Það getur verið. Þetta voru svo ódýr mörk. Ég á eftir að sjá markið úr hornspyrnunni, mínir menn voru að tala um að það hafi verið brot en ég sé það sjálfur ekki. Mig langar að sjá það en mér fannst við bara ekki eiga skilið neitt úr þessum leik" 

Eyjamenn hafa misst sterka pósta í meiðsli og verða nú að sanna að þeir geti spjarað sig án þeirra.

„Það gleymist að við vorum án Vicente [Valor] og Alex Frey í bikarleiknum á móti KR sem að við unnum. Leikmenn geta ekki skýlt sér á bakvið það. Við vorum ellefu á móti ellefu og þetta er auðvitað bara sögulínan sem er núna, allir að tala um það að við getum ekki spjarað okkur án Omars og Olivers. Við sem þjálfarar og leikmenn verðum bara að sanna það, auðvitað er hugur minn hjá þessum leikmönnum en við verðum að fara snúa þessu við sem fyrst sjálfir" 

Nánar er rætt við Þorlák Árnason í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 8 5 2 1 17 - 8 +9 17
2.    Vestri 8 5 1 2 11 - 4 +7 16
3.    Breiðablik 7 5 1 1 13 - 9 +4 16
4.    Valur 8 3 3 2 18 - 12 +6 12
5.    Fram 8 4 0 4 14 - 13 +1 12
6.    KR 8 2 4 2 24 - 18 +6 10
7.    Stjarnan 8 3 1 4 12 - 15 -3 10
8.    Afturelding 8 3 1 4 8 - 11 -3 10
9.    ÍBV 8 2 2 4 7 - 14 -7 8
10.    KA 8 2 2 4 7 - 15 -8 8
11.    FH 7 2 1 4 12 - 12 0 7
12.    ÍA 8 2 0 6 8 - 20 -12 6
Athugasemdir
banner
banner