Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 24. júní 2019 17:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Það er ljóst að Sayed kemur til Íslands
Icelandair
Sayed er mikill stuðningsmaður íslenska landsliðsins.
Sayed er mikill stuðningsmaður íslenska landsliðsins.
Mynd: Mohammad Sayed/Facebook
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mohammad Sayed Majumder, einn mesti stuðningsmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, er á leið til landsins í október þar sem hann mun sjá Ísland spila við Frakkland í undankeppni EM 2020.

Margir íslenskir notendur samfélagsmiðilsins Twitter hafa eflaust tekið eftir Mohammad Sayed. Hann heitir 'Mohammad Sayed (Iceland)' á Twitter.

Hann býr í Bangladess, elskar Ísland og er mikill stuðningsmaður íslenska landsliðsins í fótbolta.

„Ég hef verið stuðningsmaður íslenska landsliðsins síðan 2016. Ég er mikill aðdáandi Gylfa Sigurðssonar, hann er frábær leikmaður og svellkaldur á vellinum. Allir knattspyrnuunnendur elska rólega leikmenn," sagði hann við Fótbolta.net í apríl.

Um helgina var sett af stað söfnun fyrir Sayed svo hann gæti upplifað draum sinn; að koma til Íslands og horfa á íslenska landsliðið. Hilmar Jökull Stefánsson, stjórnarmaður í Tólfunni og fréttaritari á Fótbolta.net, setti söfnunina af stað.

Sayed er búinn að búa til mjög stóran fána til að sýna stuðning sinn við landsliðið.

Hilmar tilkynnti það á Facebook í dag að Sayed og fáninn séu á leið til landsins. „Þakka Dohop.com, Kristján Zophoníasson og þeim fjölmörgu Íslendingum sem lögðu inn á safnaðarreikninginn fyrir að gera þetta að veruleika!" skrifaði Hilmar á Facebook og birti með myndband þegar hann tilkynnti Sayed að hann væri á leið til Íslands.

Hér að neðan má sjá myndbandið og fyrir neðan er mynd af fánanum sem Sayed gerði.




Athugasemdir
banner
banner