fim 24. júní 2021 09:30
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Morgunblaðið 
Freysi tekur við núverandi þjálfarateymi Lyngby
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson var í vikunni ráðinn þjálfari danska B-deildarliðsins Lyngby. Í viðtali við Bjarna Helgason í Morgunblaðinu í dag segir Freyr að hann muni ekki sækja Íslendinga í þjálfarateymi sitt, allavega ekki á þessum tímapunkti.

„Ég var beðinn um að gefa núverandi aðstoðarþjálfurum liðsins tækifæri og mér leist það vel á þá að ég tel það bæði jákvætt, pólitískt séð, að starfa með þeim og eins hafa þeir unnið fyrir því ef svo má segja með góðu starfi innan félagsins. Ég tek því við núverandi þjálfarateymi og er jafnframt sá elsti í þjálfarateyminu í dag sem er nýtt fyrir mér," segir Freyr.

„Ég mun því ekki taka neinn með mér þótt ég hefði viljað starfa með einhverjum sem ég hef unnið með áður en ég sé alveg fram á það á ákveðnum tímapunkti og hvert hlutverk þeirra verður þarf bara að koma betur í ljós."

Lyngby féll úr dönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og segir Freyr við Morgunblaðið að stefnan sé sett á að berjast um að komast upp aftur. Heimavöllur félagsins er kominn til ára sinna og stefnan að reisa nýjan völl eftir tvö ár.

„Þetta er stórt tækifæri en mig langar fyrst og fremst að gera
góða hluti með Lyngby. Eftir að hafa hitt eigendurna þá blundar það mjög sterklega í mér að vera þjálfari liðsins þegar það byrjar að spila á nýja vellinum eftir tvö ár,"
segir Freyr.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner