fim 24. júní 2021 18:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
#NeiViðNuno vinsælt myllumerki þessa stundina
Nuno Espirito Santo.
Nuno Espirito Santo.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho var rekinn frá Tottenham 19. apríl. Ryan Mason kláraði tímabilið sem stjóri liðsins og endaði Tottenham í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Það hefur gengið ótrúlega illa að finna nýjan stjóra.

Þjálfaraleit Tottenham heldur áfram. Hansi Flick, Julian Nagelsmann, Antonio Conte, Mauricio Pochetino, Erik ten Hag, Paulo Fonseca, Gennaro Gattuso... hver næst?

Samkvæmt breska fjölmiðlinum Daily Mail þá er Nuno Espirito Santo líklegastur til að fá starfið.

Nuno kom Úlfunum upp í ensku úrvalsdeildina og náði að festa félagið þar í sessi. Hann kom þeim meira að segja í Evrópudeildina.

Þegar Gattuso var í umræðunni þá brugðust stuðningsmenn Tottenham reiðir við. Gömul ljót ummæli hans um konur, samkynhneigða og fleira voru grafin upp og fóru þau í dreifingu á samfélagsmiðlum. Myllumerkið #NoToGattuso eða #NeiViðGattuso var mjög vinsælt á samfélagsmiðlum.

Stuðningsmenn eru ekki heldur sáttir við Nuno, alla vega ef marka má Twitter. Það virðist ekki tengjast persónuleika hans neitt, heldur finnst stuðningsmönnum Spurs hann ekki spennandi kostur fótboltalega séð.

Myllumerkið #NoToNuno eða #NeiViðNuno er vinsælt á Twitter í Bretlandi þessa stundina og er að "trenda" eins og sagt er.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner