Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 24. júní 2021 13:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
UEFA afnemur útivallarmarkaregluna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Knattspyrnusamband Evrópu tilkynnti í dag að reglan um útivallarmörk væri úr sögunni. Reglubreytingin tekur gildi frá og með þessu sumri.

Reglubreytingin gildir um Evrópukeppnirnar sem þegar eru hafnar eða eru að hefjast. Forkeppni Meistaradeildarinnar er nýhafin og forkeppnir Evrópudeildarinnar og nýju Sambandsdeildarinnar hefjast á næstunni.

Reglan um útivallarmörk virkar þannig að ef liðin skora jafnmörg mörk í einvígi þá fari liðið áfram sem skoraði fleiri mörk á útivelli.

Nú verður farið í framlengingu og vítaspyrnukeppni ef liðin enda á að skora jafnmörg mörk samanlagt þegar liðin leika tvo leiki í útsláttarkeppni.

Reglubreytingarnar varða líka riðlakeppnir. Ef að tvö eða fleiri lið eru jöfn að stigum og með sömu innbyrðis markatölu þá skiptir ekki lengur máli hvaða lið skoraði flest mörk á útivelli heldur ræður þá heildarmarkatala liðanna stöðu þeirra.

Ef að heildarmarkatala er sú sama ræður hins vegar fjöldi skoraðra marka á útivelli lokastöðu liðanna.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner