Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
   mán 24. júní 2024 12:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alexander-Arnold missir sæti sitt í enska liðinu
Trent Alexander-Arnold.
Trent Alexander-Arnold.
Mynd: Getty Images
Englendingar hafa byrjað með sama lið í fyrstu tveimur leikjum sínum á EM en það verður breyting á fyrir leikinn gegn Slóveníu á morgun.

The Athletic segir frá því að Trent Alexander-Arnold, leikmaður Liverpool, muni missa sætið sitt en hann hefur byrjað inn á miðjunni hjá Englandi í fyrstu tveimur leikjum mótsins.

Alexander-Arnold hefur fengið gagnrýni fyrir frammistöðu sína, rétt eins og allt enska liðið.

Conor Gallagher, miðjumaður Chelsea, kemur til með að taka stöðu Alexander-Arnold á miðsvæðinu.

England er með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina á EM.
Athugasemdir
banner
banner