Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 24. júlí 2021 12:40
Brynjar Ingi Erluson
Alderweireld á förum frá Tottenham
Toby Alderweireld er á leið til Katar
Toby Alderweireld er á leið til Katar
Mynd: Getty Images
Belgíski miðvörðurinn Toby Alderweireld hefur ákveðið að yfirgefa Tottenham Hotspur en hann mun ganga til liðs við Al-Duhail í Katar en þetta kemur fram í Telegraph.

Samningur Alderweireld við Tottenham gildir til 2023 en þrátt fyrir að hafa verið mikilvægur hlekkur í vörn liðsins síðustu ár þá virðist hann ekki vera í plönum Nuno Espirito Santo.

Nuno tók við Tottenham í sumar og ætlar að gera miklar breytingar á vörninni en Cristian Romero er á leið til félagsins frá Atalanta. Þá er félagið einnig í viðræðum við Bologna um Takehiro Tomiyasu.

Alderweireld er því frjálst að fara en Tottenham hefur komist að samkomulagi við Al-Duhail í Katar og mun varnarmaðurinn knái fara í læknisskoðun hjá félaginu í dag áður en hann skrifar undir.

Kaupverðið er talið nema um 13 milljónum punda.

Al Duhail varð meistari í Katar árið 2020 en lærisveinar Xavi hjá Al Sadd unnu deildina á síðustu leiktíð. Þetta er spennandi verkefni framundan hjá Alderweireld sem hefur spilað yfir 230 leiki fyrir Tottenham frá því hann kom frá Atlético Madríd fyrir sex árum.
Athugasemdir
banner
banner
banner