Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   lau 24. júlí 2021 17:56
Victor Pálsson
Danmörk: Mikael byrjaði í fyrsta sigri Midtjylland
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael Neville Anderson var í byrjunarliði Midtjylland í dag sem mætti AaB í dönsku úrvalsdeildinni.

Mikael fékk tækifæri á miðju Midtjylland og spilaði 87 mínútur í leik sem vannst, 0-1.

Junior Brumado skoraði eina mark gestaliðsins í fyrri hálfleik en hann gerði það af vítapunktinum.

Þetta var annar leikur Midtjylland í deildinni en liðið tapaði þeim fyrsta 2-1 heima gegn OB.

Elías Rafn Ólafsson leikur einnig með liðinu en markmaðurinn sat allan tímann á bekknum í dag.

Athugasemdir
banner