Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 24. júlí 2021 17:02
Brynjar Ingi Erluson
Norski bikarinn: Brynjólfur skoraði þrennu og kom Kristiansund áfram
Brynjólfur skoraði þrennu fyrir Kristiansund
Brynjólfur skoraði þrennu fyrir Kristiansund
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjólfur Andersen Willumsson skoraði þrennu er Kristiansund tryggði sig áfram í aðra umferð norska bikarsins í dag en liðið vann Volda 4-2.

Kristiansund lenti tveimur mörkum undir í leiknum en Knut Erik Myklebust skoraði bæði mörk Volda.

Myklebust spilaði á Íslandi síðustu tvö tímabil með Hetti/Huginn og fyrri hlutann í sumar áður en hann fór í Volda.

Leikmenn Kristiansund tóku við sér í síðari hálfleik. Brynjólfur minnkaði muninn á 61. mínútu áður en Amidou Diop jafnaði þegar fjórar mínútur voru eftir.

Í framlengingunni skoraði Brynjólfur tvö mörk og fullkomnaði þrennu sína ásamt því að skjóta Kristiansund áfram í næstu umferð bikarsins.

Þetta eru fyrstu mörk hans fyrir liðið en hann hefur spilað 12 leiki í norsku úrvalsdeildinni til þessa og lagt upp eitt mark.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner