Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 24. október 2020 12:48
Aksentije Milisic
Meira en 900 dagar síðan Messi skoraði í El Clasico
Mynd: Getty Images
Lionel Messi lendir sjaldan í markaþurrð en síðasta mark fyrirliða Barcelona í leik gegn Real Madrid kom fyrir meira en 900 dögum síðan.

Það þarf að fara aftur til ársins 2018 í maí mánuði til að finna síðasta mark Argentínumannsins í El Clasico en þá skoraði Messi snemma í síðari hálfleiknum og kom Börsungum yfir í leik sem endaði 2-2.

Hinn 33 ára gamli Messi hefur leikið Real Madrid grátt í gegnum tíðina og skorað 26 mörk í 41 leik gegn Real. En í undanförnum leikjum hafa Zinedine Zidane og hans lærisveinar gert vel í því að loka á Messi.

Barcelona og Real Madrid mætast á Nou Camp í dag og hefst leikurinn klukkan 14. Spurning hvort Messi nái að pota inn einu marki í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner