Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 24. október 2020 21:29
Ívan Guðjón Baldursson
Noregur: Viðar Ari lagði upp sigurmarkið í fallbaráttuslag
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Viðar Ari Jónsson lagði upp sigurmarkið er Sandefjord lagði Start að velli í fallbaráttu efstu deildar norska boltans í dag.

Staðan var jöfn eftir jafnan fyrri hálfleik en Sandefjord tók forystuna í upphafi síðari hálfleik. Viðar Ari gaf þá lága sendingu frá hægri kanti á Harmeet Singh sem kláraði með viðstöðulausu skoti.

Leikurinn var áfram jafn til loka en Emil Pálsson fékk að spreyta sig síðustu mínúturnar í liði Sandefjord, sem er komið sjö stigum frá Start í fallsæti eftir sigurinn.

Start er fimm stigum frá öruggu sæti þegar átta umferðir eru eftir af tímabilinu. Þriðja neðsta sætið sem Start situr í gefur umspilssleik við þriðja sæti B-deildarinnar. Jóhannes Harðarson er við stjórnvölinn hjá Start og þurfa hans menn að hafa varann á því Mjondalen gæti tekið sætið af þeim.

Start 0 - 1 Sandefjord
0-1 Harmeet Singh ('52)

Jón Guðni Fjóluson lék þá allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Brann sem gerði 1-1 jafntefli við Stabæk.

Leikurinn var jafn og bragðdaufur þar sem lítið var um marktilraunir. Jöfnunarmark Brann kom á 75. mínútu.

Brann er í fallbaráttu, fimm stigum fyrir ofan Start.

Brann 1 - 1 Stabæk
0-1 O. Edvardsen ('51)
1-1 K. Barmen ('75)
Athugasemdir
banner
banner