Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   sun 24. október 2021 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gummi Tóta ekki í hóp - Arnór Ingvi spilar í kvöld
Vonum að Gummi sé ekki meiddur.
Vonum að Gummi sé ekki meiddur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
New York City FC rúllaði yfir DC United í MLS deildinni í gærkvöldi. Heimamenn í New York gerðu sér lítið fyrir og skoruðu sex mörk í stórsigrinum.

Guðmundur Þórarinsson, sem gerði stórkostlegt jöfnunarmark í síðasta deildarleik gegn Atlanta United, var ekki í leikmannahópi New York.

Sigurinn var auðveldur fyrir heimamenn sem réðu gangi mála frá fyrstu mínútu og lentu ekki í erfiðleikum.

Arnór Ingvi Traustason og félagar í New England Revolution mæta til leiks í kvöld en þeir eru löngu búnir að vinna deildarkeppnina sem kemur á undan úrslitakeppninni. Þar tróna þeir á toppinum með 20 stiga forystu.

Arnór Ingvi er búinn að skora tvö og leggja fimm upp frá komu sinni til New England en er einnig búinn að fá tvisvar sinnum rautt spjald.

New England heimsækir Orlando City í kvöld klukkan 23:30 á íslenskum tíma.
Athugasemdir
banner
banner