Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   sun 24. október 2021 18:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Maguire: Biðjum stuðningsfólkið afsökunar
Harry Maguire.
Harry Maguire.
Mynd: EPA
Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, mætti í viðtal eftir 0-5 tap gegn erkifjendunum í Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Það er óhætt að segja að Maguire hafi verið slakur í þessum leik.

„Við biðjum stuðningsfólkið afsökunar. Þetta var ekki nægilega gott fyrir þetta félag. Sem félag verðum við að gera betur," sagði Maguire.

„Ég er svo vonsvikinn, við gáfum þeim svo mörg færi. Við fengum líka færi, en þeir nýttu sín svo vel. Sem varnarmaður er það ekki gott að fá á sig fjögur mörk í fyrri hálfleik, sérstaklega á Old Trafford."

„Ég mun líta inn á við og fara yfir mína frammistöðu. Við verðum að standa saman. Við verðum að horfa í spegil þegar við förum heim og hugsa um að við getum gert betur."

Maguire sagði að það væri sérstaklega vont að tapa fyrir Liverpool, en núna þurfi liðið að standa saman.
Athugasemdir
banner