Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
   mán 24. október 2022 22:20
Ívan Guðjón Baldursson
Rúnar Kristins ósáttur með hegðun Kjartans Henry: Enginn stærri en KR
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Rúnar Kristinsson var sáttur með spilamennsku sinna manna í KR í 2-2 jafntefli gegn Víkingi R. í Bestu deildinni í kvöld.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 KR

Rúnar er hins vegar ósáttur með hegðun Kjartans Henry Finnbogasonar og ræddi samningsmál hans að leikslokum. Fyrstu fjórar mínútur viðtalsins hér fyrir ofan eru um leikinn í kvöld en svo er Rúnar spurður út í Kjartan Henry og hans mál. Rúnar er ósáttur með að hafa verið sakaður um lygar.

„Kjartan baðst undan því að klára tímabilið með okkur því hann vildi fá frið og tíma til að hugsa. Hann fékk, eins og frægt er orðið, blað í hendurnar til að skrifa undir. Það er formsatriði að skrifa undir þetta þar sem KR ákvað að nýta sér ákvæði í samningnum. Ég taldi og hélt að þetta væri formsatriði en hafði ekki hugmynd um hvað stóð í því. Það er búið að bjóða Kjartani að setjast niður með okkur og semja um næsta ár," sagði Rúnar og útskýrði stöðu mála.

„Þetta fór illa í Kjartan sem sendi út Twitter færslu á föstudeginum. Daginn fyrir leik. Ég ákveð hverjir eru í hóp og hverjir ekki, það þurfa allir að fylgja sömu reglum, það er enginn stærri en KR og það er enginn sem fær að gera eitthvað af sér og komast upp með það. Það eru afleiðingar og Kjartan hefur því miður brotið ýmislegt sem ég er ekki sáttur með."

Rúnar útskýrði stöðu mála ítarlega í viðtalinu sem má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Sjá einnig:
Klásúlan sem varð til þess að KR setti Kjartan út í kuldann
Kjartan Henry botnar ekki í ummælum Rúnars: Vitleysan náð nýjum hæðum


Athugasemdir
banner
banner