Rodrygo íhugar að fara frá Real Madrid - Man Utd og Juventus á eftir Ederson - Kane ætlar að vera áfram hjá Bayern
„Það verða læti í okkur, það er alveg klárt"
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
   fim 24. október 2024 17:34
Kári Snorrason
Arnar Gunnlaugs: Söguleg stund - Þetta er stóra sviðið
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Víkingur vann sögulegan sigur á Cercle Brugge fyrr í dag. Leikar enduðu með 3-1 sigri Víkinga eru þeir fyrsta íslenska liðið til að vinna leik í aðalkeppni í Evrópu. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga kom í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 Cercle Brugge

„Við vorum skelkaðir fyrsta korterið fannst mér. Við vorum að finna hvort menn ættu heima á þessu „leveli" eða ekki. Svo gerðust flottir hlutir eftir að þeir skoruðu. Við vorum fljótir að jafna og þá leið mönnum betur."

„Mér fannst við fá góð færi reglulega og góð færi til að búa til góð færi. Þetta var ekki venjulegur Víkingsleikur. Við erum vanir að vera mikið með boltann og pressa hátt. En þeir þrýstu okkur vel niður."

„Ég er virkilega stoltur af þessum sigri. Þetta er söguleg stund ég er virkilega ánægður með strákana."

„Það má ekki gleyma því að þetta er stóra sviðið. Eini leikurinn í Evrópu sem byrjaði 14:30. Ég ætla ekki að segja að augu alheimsins hafi verið á leiknum. Þetta er stóra sviðið og þú verður að virða það, sem strákarnir gerðu."

Víkingar leika úrslitaleik í Bestu-deildinni við Breiðablik næstkomandi sunnudag.

„Ef þú færð ekki sjálfstraust eftir svona frammistöðu þá veit ég ekki hvað. Við þurfum að ná endurheimt en verðum að leyfa okkur að fagna þessu. Ég er ekki að tala um að halda partí. Leyfa þessu að gerjast í hausnum á sér. Frá og með morgundeginum þarf hausinn að vera á leiknum á sunnudeginum.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner