Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 24. nóvember 2021 22:55
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola: Yndislegt kvöld
Pep Guardiola
Pep Guardiola
Mynd: EPA
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var í skýjunum með 2-1 sigur liðsins á Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í kvöld en sigurinn þýðir að City er öruggt með efsta sæti A-riðils.

City lenti undir snemma í fyrri hálfleik áður en Raheem Sterling jafnaði metin. Gabriel Jesus skoraði síðan sigurmarkið og tryggði toppsætið.

„Þetta var góður leikur. Það er alltaf hætta þegar þeir voru með boltann á síðast þriðjungnum og það er hræðilegt, en við skiluðum góðri frammistöðu eins og í fyrri leiknum. Því miður náðum við ekki að nýta færin í fyrri hálfleiknum. Eftir markið þeirra þá vorum við ekki með næstu fimm eða tíu mínúturnar en eftir það var sagan önnur. Ég vil þakka öllum fyrir að koma í kvöld og styðja okkur. Þetta var yndislegt kvöld," sagði Guardiola.

Við reynum alltaf. Þeir börðust mikið og það er mikið sem er krafist af vörninni því gæðin í stuttu sendingunum hjá þeim eru ótrúleg. Við vorum þegar búnir að tryggja okkur áfram en við spiluðum vel í dag gegn frábæru liði. Við höfum komist í 16-liða úrslitin síðustu fimm eða sex ár og erum núna í efsta sæti riðilsins og ég er meira en ánægður með það," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner