Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 24. nóvember 2022 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Allen byrjaður að æfa með hópnum
Joe Allen.
Joe Allen.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Joe Allen er byrjaður að æfa með liðsfélögum sínum í landsliði Wales og það er möguleiki á því að hann geti spilað gegn Íran í öðrum leik liðsins á HM.

Allen var ekki með í fyrsta leik Wales á HM í Katar vegna meiðsla sem hafa verið að hrjá hann.

Hinn 32 ára Allen hefur verið meiddur síðan í september og hefur lítið náð að beita sér síðan þá.

Hann er mikilvægur fyrir lið Wales en hann hefur verið að æfa einn frá því hópurinn kom til Katar. En það breyttist í dag því hann byrjaði að æfa með liðinu.

Wales byrjaði HM með því að gera jafntefli við Bandaríkin en næsti leikur liðsins er gegn Íran. Það er mikilvægt fyrir liðið að ná í sigur þar ef þeir ætla sér að komast í 16-liða úrslitin.
Athugasemdir
banner
banner