Diaz, Salah, Gallagher, Jorginho, Greenwood, Cancelo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 24. nóvember 2022 11:23
Elvar Geir Magnússon
Maguire líður miklu betur og er að æfa
Harry Maguire á æfingu.
Harry Maguire á æfingu.
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn Harry Maguire er að æfa með enska landsliðinu í þessum skrifuðu orðum og er klár í slaginn fyrir leikinn gegn Bandaríkjunum á morgun.

Maguire spilaði veikur í 6-2 sigrinum gegn Íran en lék afskaplega vel, áður en hann var tekinn af velli.

„Honum líður miklu betur. Hann var veikur og það hafði áhrif á sjónina á honum," sagði Southgate við breska ríkisútvarpið.

„Menn höfðu áhyggjur af því að hann hefði fengið höfuðhögg en svo var ekki. Við höfum farið í gegnum allar upptökur frá leiknum og það er ekkert. Hann er í góðum málum."

England rúllaði yfir Íran 6-2 í fyrstu umferðinni á meðan Bandaríkin gerðu 1-1 jafntefli við Wales.

Sjá einnig:
Kane með gegn Bandaríkjunum en ekki Maddison
Athugasemdir
banner
banner
banner