Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 25. janúar 2020 19:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Enski bikarinn: Chelsea þurfti að hafa fyrir sigri gegn Hull
Mynd: Getty Images
Hull City 1 - 2 Chelsea
0-1 Michy Batshuayi ('6 )
0-2 Fikayo Tomori ('64 )
1-2 Kamil Grosicki ('78 )

Chelsea heimsótti Hull í lokaleik dagsins í 4. umferð ensku bikarkeppninnar.

Chelsea komst yfir snemma leiks með marki frá Michy Batshuayi. Boltinn féll til hans í teignum eftir atgang í teignum og hann skoraði auðveldlega af stuttu færi.

Mason Mount og Cesar Azpilicueta komust nálægt því að koma Chelsea í 2-0 í fyrri hálfleik en George Long í marki Hull kom í veg fyrir það.

Herbie Kane og Jarrod Bowen komust báðir nálægt því að jafna leikinn fyrir Hull á fyrsta korteri seinni hálfleiks en skutu framhjá annars vegar og yfir hins vegar. Á 64. mínútu skoraði Chelsea annað mark leiksins úr sínu fyrsta færi í hálfleiknum.

Fikayo Tomori skoraði með skalla eftir aukaspyrnu Ross Barkley. Um stundarfjórðungi seinna minnkaði Kamil Grosicki muninn. Hann tók aukaspyrnu við vítateig Chelsea sem fór af Mateo Kovacic og þaðan í netið, mikill heppnisstimpill.

Billy Gilmour fékk gott færi stuttu eftir mark Hull en tókst ekki að koma Chelsea í 1-3. Mörkin urðu ekki fleiri og 1-2 útisigur Chelsea staðreynd. Liðið verður því í hattinum þegar dregið verður í 5. umferðina á mánudagskvöldið.
Athugasemdir
banner
banner