lau 25. janúar 2020 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Kjarnafæðismótið: Leiknir lagði Magna í átta marka leik
Mynd: Daníel Þór Cekic
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir F. 5 - 3 Magni
1-0 Marteinn Már Sverrisson ('3)
1-1 Kristinn Þór Rósbergsson ('13)
2-1 Arkadiusz Jan Grzelak ('40, víti)
2-2 Þorsteinn Ágúst Jónsson ('43)
3-2 Kifah Moussa Mourad ('49)
4-2 Björgvin Stefán Pétursson ('71)
5-2 Marteinn Már Sverrisson ('85)
5-3 Kristinn Þór Rósbergsson ('86, víti)

Leiknir F. og Magni áttust við í lokaleik gærkvöldsins í Kjarnafæðismótinu og úr varð hin mesta skemmtun.

Marteinn Már Sverrison kom Leiknismönnum yfir á þriðju mínútu í Boganum og jafnaði Kristinn Þór Rósbergsson tíu mínútum síðar.

Arkadiusz Jan Grzelak kom Leikni aftur yfir með marki úr vítaspyrnu á 40. mínútu en Þorsteinn Ágúst Jónsson jafnaði fyrir leikhlé og staðan 2-2.

Leiknismenn tóku yfirhöndina í seinni hálfleik og skoraði Kifah Moussa Mourad snemma.

Björgvin Stefán Pétursson og Marteinn Már Sverrisson gerði út um leikinn með tveimur mörkum í viðbót, áður en Kristinn Þór minnkaði muninn úr vítaspyrnu á 86. mínútu.

Leiknir er með fjögur stig eftir þrjár umferðir á meðan Magni situr eftir með þrjú stig eftir fimm leiki.

Leiknir vann 2. deildina síðasta sumar og mun því leika með Magna í 1. deild næsta sumar, en Magni rétt forðaði sér frá falli í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner
banner