Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 25. janúar 2020 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Stuðningsmenn Man Utd ætla að mótmæla gegn Wolves
Mynd: Getty Images
Stór hluti stuðningsmanna Manchester United ætlar að ganga af velli í næsta heimaleik liðsins sem er gegn Wolves 1. febrúar.

Mirror greinir frá þessu og segir stuðningsmennina ætla að standa úr sætum sínum á 58. mínútu leiksins, og vitna þannig í München flugslysið frá 1958. Þess má geta að síðasti leikur Man Utd á heimavelli var 0-2 tap gegn Burnley. Fyrsti sigur Burnley á Old Trafford í 58 ár.

Stuðningsmenn eru að mótmæla eignarhaldi félagsins með þessari aðgerð sem og störfum Ed Woodward, framkvæmdastjóra félagsins.

Í tapinu gegn Burnley voru söngvar gegn Glazer fjölskyldunni áberandi og vilja stuðningsmenn sjá breytingar í stjórninni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner