mið 25. janúar 2023 12:03
Elvar Geir Magnússon
Klopp: Skrifaði undir til að hjálpa Liverpool í endurnýjuninni
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að ein helsta ástæða þess að hann skrifaði undir nýjan samning við félagið hafi verið að hjálpa við að endurnýja leikmannahópinn.

„Það spilaði hvað stærstan þátt í framlengingunni að ég vissi að það væri nauðsynlegt að endurnýja hópinn," sagði Klopp í viðtali í hlaðvarpsþætti Michael Calvin, Football People.

Liverpool hefur verið í brasi á þessu tímabili og er í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

„Þessi endurnýjun tekur ekki eina nótt. Ímyndið ykkur ástandið ef það væri kominn nýr stjóri. Ég væri bara einhverstaðar í fríi og allir væru að öskra: 'Með hann þá hefði þetta aldrei gerst!'"

„Ég er augljóslega ekki kraftaverkamaður. Ofan á öll vandamálin sem koma upp þegar þú gengur í gegnum endurnýjun þá hafa meiðslin hrannast upp. Það gerir lífið mjög flókið."

„Ég veit að meirihluti þeirra sem eru utanaðkomandi hafa bara áhuga á því sem er að gerast núna en við þurfum að horfa til framtíðar og það erum við að gera."
Enski boltinn - Landsbyggðin talar um hugarfarsskrímsli
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner