Enska B-deildarfélagið Burnley hefur fest kaup á Suður-Afríkumanninum Lyle Foster frá Westerlo í Belgíu. Félagið tilkynnti kaupin í dag.
Foster, sem er 22 ára gamall. skoraði 8 mörk og lagði upp 4 mörk fyrir Westerlo í belgísku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.
Kaupverðið er talið nema um 7 milljónum punda en hann skrifaði í dag undir langtímasamning við Burnley.
Þetta er þriðji leikmaðurinn sem Vincent Kompany, stjóri Burnley, fær til félagsins í þessum mánuði á eftir Hjalmar Ekdal og Ameen Al-Dakhil.
Burnley er í efsta sæti B-deildarinnar með 62 stig, fimm stiga forystu á Sheffield United sem er í öðru sæti.
Once upon a time... ???? pic.twitter.com/7V18jjZLg8
— Burnley FC (@BurnleyOfficial) January 25, 2023
Athugasemdir