Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mið 25. janúar 2023 19:20
Brynjar Ingi Erluson
Kompany fær framherja úr belgísku deildinni (Staðfest)
Vincent Kompany ásamt Lyle Foster
Vincent Kompany ásamt Lyle Foster
Mynd: Burnley
Enska B-deildarfélagið Burnley hefur fest kaup á Suður-Afríkumanninum Lyle Foster frá Westerlo í Belgíu. Félagið tilkynnti kaupin í dag.

Foster, sem er 22 ára gamall. skoraði 8 mörk og lagði upp 4 mörk fyrir Westerlo í belgísku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Kaupverðið er talið nema um 7 milljónum punda en hann skrifaði í dag undir langtímasamning við Burnley.

Þetta er þriðji leikmaðurinn sem Vincent Kompany, stjóri Burnley, fær til félagsins í þessum mánuði á eftir Hjalmar Ekdal og Ameen Al-Dakhil.

Burnley er í efsta sæti B-deildarinnar með 62 stig, fimm stiga forystu á Sheffield United sem er í öðru sæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner