Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 25. febrúar 2020 15:30
Magnús Már Einarsson
Zidane: Guardiola er besti þjálfari í heimi
Zinedine Zidane.
Zinedine Zidane.
Mynd: Getty Images
Zinedine Zidane og Pep Guardiola mætast í fyrsta skipti sem þjálfarar annað kvöld þegar Real Madrid og Manchester City eigast við í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Zidane ber mikla virðingu fyrir Guardiola en hann fór sínum tíma í heimsókn til Bayern Munchen til að kynnast þjálfunaraðferðum hans. Þetta gerði Zidane áður en hann tók við Real Madrid.

„Sumir telja að aðrir séu betri þjálfarar en að mínu mati er hann sá besti. Hann hefur alltaf sannað það. Fyrst með Barcelona, síðan með Munchen og núna með Man City," sagði Zidane.

„Auðvitað hefur það veitt okkur innblástur hvað hann hefur gert. Það gerir okkur ákveðnari í að gera ennþá meira. Við erum ekki hræddir við að spila gegn Guardiola eða liðum hans."

„Ég hef nefnt það áður að ég eyddi nokkrum dögum hjá honum þegar hann var hjá Bayern. Við ræddum æfingar, hvernig á að stýra liði og hann var frekar hreinskilinn og opinn. Ég lærði mikið á að tala við hann."

Athugasemdir
banner
banner